Virgin Mountain / Fúsi

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 6 ára

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Dagur Kári
  • Ár: 2015
  • Lengd: 93 min
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 8. Maí 2015
  • Tungumál: Icelandic with English subtitles
  • Aðalhlutverk: Gunnar Jónsson, Ilmur Kristjánsdóttir, Sigurjón Kjartansson

Fúsi segir frá titilpersónunni Fúsa, sem er liðlega fertugur og býr einn með móður sinni. Líf hans er í afar föstum skorðum og lítið sem kemur á óvart. Hann minnir á unga sem hefur komið sér þægilega fyrir í hreiðrinu og hefur enn ekki haft kjark til að hefja sig til flugs. Þegar ung stúlka og kona á hans reki koma óvænt inn í líf hans, fer allt úr skorðum og hann þarf að takast á við ýmislegt í fyrsta sinn.

Fúsi var kosin besta myndin í “World Narrative” flokknum á Tribeca kvikmyndahátíðinni. Um 6000 myndir voru sendar inn en aðeins 12 komust í aðalkeppnina. Fúsi komst þangað og stóð svo uppi sem sigurvegari. Dómnefndin segir að myndin snerti hjarta þeirra sem á horfa og myndin taki á ýmsum málum, svo sem einmanaleika, geðrænum vanda ofl á sama tíma og hún sé fyndin. Dagur Kári fékk jafnframt verðlaun fyrir besta handritið í þessum “World Narrative” flokki hátíðarinnar.

Myndin er sýnd með enskum texta.

“Hlý, skemmtileg og falleg.” – Hollywood Reporter

English

Fúsi is in his forties and yet to find courage to enter the adult world. He sleepwalks through everyday life, where routine is key. When a bubbly woman and an 8-year old girl unexpectedly enter his life, he is forced to take a leap.

Director Dagur Kári’s latest film, Virgin Mountain has recently won numerous awards at New York’s Tribeca Film Festival where it won prize for the festival’s world narrative competition, along with winning best screenplay. Furthermore, the film’s leading man Gunnar Jónsson, was named best actor. It won the audience award at CPH: PIX Film Festival 2015.

The film is in Icelandic, with English subtitles.

 

Aðrar myndir í sýningu