NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Heimabíó Paradís

Bíó Paradís kynnir með stolti nýja streymisveitu, HEIMABÍÓ PARADÍS!

Árið 2020 hefur ekki verið laust við áskoranir og takmarkanir á leyfilegum fjölda gesta hefur sett mark sitt á bíósýningar undanfarið. En áskoranir eru til þess að sigrast á þeim og ef að fólk má ekki koma í Bíó Paradís, þá kemur Bíó Paradís til fólksins!

Á Heimabíó Paradís getur þú leigt allar myndirnar á Barnakvikmyndahátíðinni, auk þess sem þú hefur aðgang að glæsilegu úrvali mynda sem sýndar hafa verið í Bíó Paradís. Það eina sem þú þarft að gera er að stofna þinn aðgang á síðu Heimabíó Paradís og þá geturðu fengið Bíó Paradís upplifunina beint heim í stofu!