Skólasýningar

Kennslustundir í kvikmyndalæsi fyrir börn og unglinga hafa notið mikilla vinsælda í Bíó Paradís undir styrkri stjórn Oddnýjar Sen síðastliðin misseri. Tilgangurinn með kennslunni er að veita börnum og unglingum möguleika á að kynnast kvikmyndum sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru ýmist klassískar perlum frá öllum skeiðum kvikmyndasögunnar og eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar. Á meðan Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð stendur verða haldnar skólasýningar alla virka daga svo að sem flest börn og ungmenni á höfuðborgarsvæðinu kynnist hugtakinu kvikmyndahátíð og geti fengið nasasjón af því sem þar er á boðstólnum.

Á undan hverri skólasýningu er haldinn fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt hugmyndum að ritgerðum og umsögnum barnanna um kvikmyndirnar. Leitast verður við að skoða margvísleg temu eins og unglingsárin, tengsl nútíma kvikmynda við kvikmyndasöguna, úrvinnslu tilfinninga, félagsleg tengsl, samfélagsleg tengsl, einelti, listsköpun, sjónarhorn og uppsetningu svo fátt eitt sé nefnt.

Skólahópum gefst kostur á að panta sæti fyrir sinn bekk á þessar endurgjaldslausu skólasýningar. Hafið samband við Óla Dóra, rekstarstjóra Bíó Paradísar í olidori@bioparadis.is til að skrá ykkur á sýningu.

SMELLTU Á KVIKMYND – OG ÞÁ FÆRÐU FREKARI UPPLÝSINGAR UM KVIKMYNDA SEM SÝND ER.

Dagskrá 2018

6. apríl – föstudagur

09:30

Salur 1 – Antboy  (+7, íslensk talsetning)
Salur 2 – Hagamús – með lífið í lúkunum (fyrir yngsta aldurshópinn, á íslensku)

Salur 3 – Tsatsiki, pabbinn og ólífustyrjöldin (Leyfð öllum aldri, sýnd á sænsku með íslenskum texta)

11:30

Salur 1 – Anti (15 ára +, enskur texti)
Salur 3 – Lamb (Leyfð öllum aldri, íslenskur texti)

9. apríl – mánudagur

09:30 

Salur 1 – Antboy og Rauða Refsinornin  (Talsett á íslensku, 7 ára +)
Salur 2 – Martha & Niki (14 ára + sýnd á sænsku með enskum texta)

Salur 3 – Andri og Edda verða bestu vinir (Talsett á íslensku, fyrir yngsta aldurshópinn)

11:30

Salur 1 – Anti (15 ára +, enskur texti)
Salur 2 – Stelpan, mamman og djöflarnir (Íslenskur texti, 11 ára+)

Salur 3 – Lamb (Íslenskur texti, Leyfð öllum aldri)

10. apríl – þriðjudagur

09:30,

Salur 1 – Antboy  (Talsett á íslensku, 7+)
Salur 2 – Tsatsiki, pabbinn og ólífustyrjöldin (Leyfð öllum aldri, sýnd á sænsku með íslenskum texta)

Salur 3 – Ernest og Celestína (Talsett á íslensku, 3 ára +)

11:30

Salur 1 – Antboy og Rauða Refsinornin  (Talsett á íslensku, 7 ára +)
Salur 2 – Nice People  (Með enskum texta, 14 ára +)

Salur 3 – Martha & Niki (14 ára + sýnd á sænsku með enskum texta)

11. apríl – miðvikudaginn 

09:30

Salur 1 –  Antboy  (Talsett á íslensku, 7+)
Salur 2 – Andri og Edda verða bestu vinir (fyrir yngsta aldurshópinn. talsett á íslensku)

Salur 3 – Anti (Með enskum texta, 15 ára +)

11:30

Salur 1 – Antboy og Rauða Refsinornin  (Talsett á íslensku, 7 ára +)
Salur 2 – Hagamús – með lífið í lúkunum (á íslensku, fyrir yngsta aldurshópinn)

Salur 3 – Stelpan, mamman og djöflarnir (Íslenskur texti, 11 ára+)

 

5

Fréttir

Þýskir kvikmyndadagar // German Film Days // 1.-10. FEB 2019

Vegan Film Fest 24. janúar 2019 – FRÍTT Í BÍÓ

The Room FANFEST með Greg Sestero viðstöddum 18.-19. janúar 2019