NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Um hátíðina

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í Bíó Paradís í áttunda sinn haustið 2021. Hátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur menningarviðburður og hefur brotið blað í kvikmyndamenningu barna og unglinga.

Hátíðin verður nánar kynnt síðar en hún verður haldin 28. október – 7. nóvember 2021 í Bíó Paradís! 

Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna- og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki. Verndari hátíðarinnar er Vigdís Finnbogadóttir.

Fjölskyldur hafa tækifæri til að njóta áhugaverðra kvikmynda saman utan skólatíma þar sem yngsta kynslóðin fær að kynnast hugtakinu “kvikmyndahátíð”. Markmið Heimilis Kvikmyndanna er að halda Alþjóðlega kvikmyndahátíð barna í Reykjavík árlega og byggja þar upp hefð í menningarlífi barna. Slíkur viðburður mun vekja áhuga barna á kvikmyndum og kvikmyndamenningu, stuðla að tengslum við líf og umhverfi annarra barna víða um heim og færa börnum fjölbreyttari upplifun á hvíta tjaldinu en þau hafa haft aðgang að hingað til. Með nýjum sýningarbúnaði, þar sem hljóð- og myndgæði í bíóinu eru nú það besta sem völ er á, auk nýrrar streymisveitu á netinu, eykst aðgengi á nýjum evrópskum barna- og unglingakvikmyndum til muna.

Börn í Paradís