Fréttir

Vilt þú vinna sem dagskrárstjóri Bíó Paradís?

01/05/2018

Bíó Paradís óskar eftir dagskrárstjóra á tímabilinu júní 2018 – apríl 2019.

Viðkomandi verður að vera mjög skipulagður og geta haldið utan um mörg verkefni í einu. Þekking á kvikmyndum, markaðssetningu kvikmynda, gott vald á íslensku og ensku, og góð tölvukunnátta skilyrði. Kunnátta í grafískri hönnun er kostur. Umsækjandi verður að vera vanur/vön að setja saman texta og geta stýrt og framleitt viðburði frá A – Ö. Einnig krefst starfið þekkingar og kunnáttu í markaðssetningu á netinu og vefumsjón. Um 100% starf er að ræða.

Nánari starfslýsing:

Almenn dagskrárumsjón og utanumhald á heildardagskrá fyrir menningarhúsið Bíó Paradís. Umsækjandi leysir af í fæðingarorlofi svo um tímabundið starf er að ræða frá 18. júní til 1. apríl 2019. Dagskráin hefur nú þegar verið kortlögð að hluta, en umsækjandi fylgir eftir og vinnur dagskrá sem eftir á að staðfesta í samráði við framkvæmdastjóra Bíó Paradís á tímabilinu.

Efnisumsjón og móttaka sýningareintaka og kynningarefnis. Umsækjandi sér um að útbúa texta og myndefni á vef og á samfélagsmiðla, sem kynningarstjóri Bíó Paradís tekur við til kynningar. Þátttaka í undirbúningi á kynningarefni fyrir kvikmyndir, kvikmyndaviðburði og hátíðir bíósins. Dagskrárstjóri ber ábyrgð á því að sýningareintök berist og sendist til baka í samræmi við gerða samninga. Eftirfylgni vegna samninga við dreifingaraðila og annarra samstarfsaðila Bíó Paradís.

Umsjón með dreifingu efnis á VOD myndaveitur. Uppsetning dagskrár í húsinu. Aðstoð við gerð umsókna og samstarfsverkefna í samstarfi við framkvæmdastjóra Bíó Paradís. Umsjón með vef Bíó Paradís www.bioparadis.is Þátttaka í efnisgerð og kynningu bíósins á samfélagsmiðlum í samstarfi við framkvæmdastjóra og kynningarstjóra Bíó Paradís. Yfirumsjón með nýjum kvikmyndum og kvikmyndaviðburðum í Bíó Paradís í samstarfi við framkvæmdastjóra Bíó Paradís.

Umsækjendur sendi umsókn, ásamt ferilskrá á Hrönn Sveinsdóttur, framkvæmdastjóra Bíó Paradísar á netfangið hronn@bioparadis.is fyrir 15. maí nk.

Skoða fleiri fréttir

Fréttir

Our summer program 2018 is out! // Sumardagskrá Bíó Paradís 2018 er komin út!

Eurovision 2018 í Bíó Paradís!

Vilt þú vinna sem dagskrárstjóri Bíó Paradís?