Barnakvikmyndahátíð

Antboy: Rauða Refsinornin

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: Ask Hasselbalch
  • Ár: 2014
  • Lengd: 84 mín
  • Land: Danmörk
  • Aldurshópur: 7 ára +
  • Frumsýnd: 30. Mars 2017
  • Tungumál: Íslensk talsetning
  • Aðalhlutverk: Oscar Dietz, Boris Aljinovic, Hector Brøgger Andersen

Hin danska ofurhetja Antboy snýr aftur á hvíta tjaldið í leikstjórn Ask Hasselbalch. Hin valdamikla Padda situr í fangelsi og allt virðist með kyrrum kjörum.

Antboy á í vanda, þar sem hann er ástfanginn af bekkjarsystur sinni, Idu, sem vill ekkert með hann hafa. Málin flækjast þegar Rauða refsinornin verður síðan ástfangin af Antboy en hann hefur nú þegar valið Idu. Eftir að vera hafnað af ástinni sinni, snýst Rauða refsinornin í hefndarhug og fær Pödduna, Frú Gæmelkrå og vondu tvíburana til liðs við sig.

Myndin Antboy: Rauða Refsinornin (Antboy II: Revenge of the Red Fury) hefur farið sigurför um Skandinavíu og kemur í kjölfar fyrstu myndarinnar Antboy sem gefin var út á Íslandi á síðasta ári, en hún fór einnig í hringferð um landið á kvikmyndahátíð á vegum Bíó Paradís.

Myndin keppti á Berlínarhátíðinni og fékk eindóma lof gagnrýnenda.

Myndin er sýnd á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, sem haldin verður 30. mars – 09. apríl 2017 og er talsett á íslensku. 

Fréttir

Opnunartímar í Bíó Paradís yfir hátíðarnar

Jólapartísýningar helgina 8. – 10. desember

Jólamerkimiðar – sem einnig eru bíómiðar!