NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Barnakvikmyndahátíð

Opnun Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 2022

Sýningatímar

Frumýnd 29. Október 2022

  • Frumsýnd: 29. Október 2022

Þér er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík sem haldin verður í Bíó Paradís fimmtudaginn 29. október kl 14:00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir.

Nauðynlegt verður að skrá sig fyrir boðsmiðum í gegnum hlekkinn hér: Við hvetjum börn á öllum aldri til þess að mæta í búningum og við minnum á að þema hátíðarinnar í ár er HREKKJAVAKA!

Léttar veitingar verða í boði.

Dagskrá: Kl 14:00 Leynilegir gestir taka á móti börnum þar sem hrekkjavökuskemmtun ræður ríkjum! Búningakeppni! 14:20 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar setur hátíðina formlega. 15:00 Opnunarmynd hátíðarinnar sýnd, Horfin á Hrekkjavöku – hentar börnum sex ára og eldri, í lifandi talsetningu. Um er að ræða fyrstu sýningu þar sem lifandi leiklestur er fluttur yfir kvikmynd í Bíó Paradís.

Nánar um myndina hér:  Hátíðin er haldin í níunda sinn, en hátíðin er sú fyrsta og eina sinnar tegundar.