Prump í Paradís

Cool as Ice

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd, Tónlistarmynd, Rómans
  • Leikstjóri: David Kellogg
  • Ár: 1991
  • Lengd: 91 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 12. Október 2017
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Vanilla Ice, Kristin Minter, Naomi Campbell

Hér er um að ræða mánaðalegar kvikmyndasýningar í umsjá Hugleiks Dagssonar. Hugleikur mun sýna best/verstu kvikmyndir sögunnar. Myndir sem eru svo slæmar að þær eru eiginlega frábærar. Meðal annars vísindakirkjusálmurinn Battlefield Earth, byssuklámið Hard Ticket to Hawaii og húðlitsfarsinn White Chicks. Eftir hverja sýningu spjallar Hugleikur um myndina ásamt góðum gestum. Fyrsta myndin verður ekki af betri endanum. 12. október kl 20:00 skellir bíóið rapp-dramanu Cool As Ice á fóninn. Þar fer hinn geymdi en ekki gleymdi Vanilla Ice með aðalhlutverkið. Sérstakur gestur verður Emmsjé Gauti.

Fréttir

Bíó Paradís sýnir bestu evrópsku kvikmyndirnar!

Takk fyrir okkur strákar – og gestir Bíó Paradísar!

Fullt hús á Ísland – Nígería!