Stella í Orlofi – Prjónabíó!

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd
  • Leikstjóri: Þórhildur Þorleifsdóttir
  • Handritshöfundur: Guðný Halldórsdóttir
  • Ár: 1986
  • Lengd: 86 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 26. Maí 2019
  • Tungumál: Íslenska
  • Aðalhlutverk: Edda Björgvinsdóttir, Gestur Jónasson, Þórhallur Sigurðsson (Laddi)

Ekki missa af Stellu í Orlofi á einstakri prjónabíósýningu sunnudaginn 26. maí kl 20:00 í Bíó Paradís! Húsið opnar kl.19:00 fyrir þá sem vilja prjóna/hekla sig í gírinn, einnig verður hægt að munda prjónana og heklunálar í salnum á meðan sýningunni stendur.

Hin ógleymanlega Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðilla karla, tryllt börn, alkóhólista, flugmenn, Lionsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Myndin er nú komin á stafrænt form, rúmlega þrjátíu árum eftir frumsýningu.

Ein ástsælasta íslenska gamanmynd allra tíma með þeim Eddu Björgvinsdóttur, Gesti Jónassyni, Þórhalli Sigurðssyni (Laddi) í aðalhlutverkum, í leikstjórn Þórhildar Þórleifsdóttur eftir handriti Guðnýju Halldórsdóttur.

 

Aðrar myndir í sýningu