Opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 2019

Ykkur er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík fimmtudaginn 4. apríl kl 17:00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir – SKRÁNING HÉRNA.

Dagskrá:

Kl 17:00 Húsið opnar og tekið verður á móti gestum með skemmtilegum og óvæntum uppákomum!

Kl 17:20 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar setur hátíðina formlega.

Kl 17:30 Sýning hefst á 0pnunarmynd hátíðarinnar Benjamín dúfa – með íslensku tali og hentar börnum frá 7 ára aldri.

Opnunarmyndin er hin ástsæla kvikmynd Benjamín dúfa eftir Gísla Snæ Erlingsson, sem hefur verið endurgerð í nýjum stafrænum hljóð- og myndgæðum. Baldur Hrafnkell Jónsson, framleiðandi, og Friðrik Erlingsson höfundur Benjamín dúfu, verða viðstaddir sýninguna ásamt leikurum myndarinnar.

Boðið verður uppá popp og Minute Maid safa og allir eru hjartanlega velkomnir.

Fréttir

Sýning á kvikmyndinni “First Man” ásamt fjölskyldu Neil Armstrong – allir velkomnir!

Klikkuð menning – Klikkaðar kvikmyndir – FRÍTT Í BÍÓ//FREE SCREENING – Crazy Culture

Af jörðu ertu kominn // Cosmic birth – 50 ára afmæli tungllendingar 20.júlí