Opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 2019

Ykkur er boðið á opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík fimmtudaginn 4. apríl kl 17:00 í Bíó Paradís! Frítt inn og allir velkomnir – SKRÁNING HÉRNA.

Dagskrá:

Kl 17:00 Húsið opnar og tekið verður á móti gestum með skemmtilegum og óvæntum uppákomum!

Kl 17:20 Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri hátíðarinnar setur hátíðina formlega.

Kl 17:30 Sýning hefst á 0pnunarmynd hátíðarinnar Benjamín dúfa – með íslensku tali og hentar börnum frá 7 ára aldri.

Opnunarmyndin er hin ástsæla kvikmynd Benjamín dúfa eftir Gísla Snæ Erlingsson, sem hefur verið endurgerð í nýjum stafrænum hljóð- og myndgæðum. Baldur Hrafnkell Jónsson, framleiðandi, og Friðrik Erlingsson höfundur Benjamín dúfu, verða viðstaddir sýninguna ásamt leikurum myndarinnar.

Boðið verður uppá popp og Minute Maid safa og allir eru hjartanlega velkomnir.