NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Júró-Stiklur FÁSES 2019 – Eurovisionpartí!

 

 

 

 

 

 

Einn skemmtilegasti Eurovision viðburður ársins verður haldinn föstudaginn 12. apríl kl.17:30  þegar FÁSES (Félag áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva) býður til sjöttu útgáfu af Júró-Stiklum. Eins og flestir þekkja er boðið í ferðalag þegar stiklað verður yfir brot úr öllum Eurovision framlögunum árið 2019. Nördaskapurinn verður að sjálfsögðu í hávegum hafður, og í raun allt sem þið viljið vita, og viljið ekki vita, um framlögin í ár á boðstólnum! Í lokin kjósum við það framlag sem okkur finnst best.

Auk þess höfum við svo kallað sigurvegara-happdrætti en áhorfendur draga þá eitt land og þeir sem draga landið sem sigrar í kosningunni fá glæsileg Eurovision-verðlaun. Börnin geta fengið mynd af sér með opinberri afsteypu af sjálfum Eurovision-verðlaunagripnum, glerhljóðnemanum. Tilvalinn viðburður fyrir alla fjölskylduna!

Við hlökkum til að sjá ykkur – verið öll velkomin – ÓKEYPIS AÐGANGUR!!!

Facebook viðburður/event!

English version:
FÁSES/OGAE Iceland will throw a ESC preview party Friday 12th of April @17:30 in Bíó Paradís. We will shortly go through all the Eurovision 2019 songs and vote on the best entry. We will also have a Eurovision themed lottery and all kids can have a picture with the Eurovision trophy.

You are all very much welcome – FREE ENTRANCE!!!