NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Námskeið: Filmufjör!

Hvernig verða kvikmyndir til og hvernig voru þær eiginlega gerðar í gamla daga?

Skemmtilegt námskeið fyrir börn á aldrinum 7-10 ára sem hafa áhuga á kvikmyndagerð.

Laugardaginn 6. nóvember kl.14-15 !

Kennt verður á skemmtilegan og fræðandi hátt hvernig kvikmyndir voru gerðar í gamladaga, sýnd teiknimynd á filmu auk þess sem krökkunum gefst tækifæri á að prófa að handleika græjurnar.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiði. Takmarkað pláss.

Skráning fer fram í gegnum tölvupóst, sendið póst með upplýsingum um þátttakendur á lisa@bioparadis.is