NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík verður haldin í þriðja sinn dagana 19.-29. mars 2015. Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars væru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin setur sér það að markmiði að með fjölbreyttri dagskrá þá fá börnin tækifæri á að fræðast um hina ýmsu menningarheima ásamt frið, fjölbreytileika og umburðarlyndi.
Þetta árið, ásamt því að sýna fjöldann af verðlaunuðum barna- og unglingamyndum, mun hátíðin bjóða erlendum leikstjórum og leikurum til að vera viðstaddir frumsýningar sínar ásamt því að halda kvikmyndagerðarnámskeið og aðrar kvikmyndatengdar uppákomur fyrir gesti hátíðarinnar.
Allar nánari upplýsingar um dagskrá hátíðarinnar verður að finna á vef Bíó Paradísar innan skamms.
 

Stór hluti af hátíðinni eru fríar skólasýningar sem haldnar eru á virkum dögum hátíðarinnar. Á undan hverri sýningu er haldinn fyrirlestur til að auðvelda áhorfendum að greina kvikmyndina ásamt hugmyndum að ritgerðum og umsögnum barnanna um kvikmyndirnar. Leitast er við að skoða margvísleg temu eins og unglingsárin, tengsl nútíma kvikmynda við kvikmyndasöguna, úrvinnslu tilfinninga, félagsleg tengsl, samfélagsleg tengsl, einelti, listsköpun, sjónarhorn og uppsetningu svo fátt eitt sé nefnt.

Hlutverk barnakvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars eru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin setur sér það að markmiði að með fjölbreyttri dagskrá þá fá börnin tækifæri á að fræðast um hina ýmsu menningarheima ásamt frið, fjölbreytileika og umburðarlyndi.

Oddný Sen kvikmyndafræðingur stendur að vandaðri og fjölbreyttri kvikmyndadagskrá fyrir börn og unglinga í Bíó Paradís. Oddný hefur kynnt perlur úr kvikmyndasögunni fyrir þúsundum barna á síðustu árum með fyrirlestrum og fræðslu í kringum sýningarnar.

Upplýsingar um skráningu á skólasýningar verða komnar á vef Bíó Paradísar innan skamms.