NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Boðsýning – Stelpan, mamman og djöflarnir

Bíó Paradís í samstarfi við Geðhjálp sýna laugardaginn, 1. apríl kl. 16.00 sænsku kvikmyndina „Stelpan, mamman og djöflarnir“ (Flickan, Mamman och Demonerna). Frítt verður á myndina og allir velkomnir. Nánar um myndina
Með Stelpunni, mömmunni og djöflunum er athygli almennings vakin á sjónarhorni barna geðsjúkra ásamt því að kvikmyndin hefur mikilvægan boðskap að bera stuðningsneti barna í samfélaginu almennt. Myndin er á sænsku með enskum texta og fyrir aldurshópinn 12 ára og eldri. Myndin er ekki síður afar áhugaverð fyrir fullorðna.

Fyrir sýningu myndarinnar mun Hanna Styrmisdóttir, fyrrverandi listrænn stjórnandi Listahátíðar og aðstandandi, fjalla örstutt um kvikmyndina út frá listrænu sjónarhorni. Eftir sýningu hennar verður efnt til stuttra umræðna með þátttöku Hönnu, Maggýjar Hrannar Hermannsdóttur, sérkennara og aðstandanda, og Möndu Jónsdóttur, hjúkrunarfræðings og deildarstjóra á sérhæfðri endurhæfingardeild á Kleppspítala.

Viðburðinum lýkur kl. 18:00. Hér er viðburðurinn á Facebook: