Bókaupplestur

Þriðjudagskvöldið 16. desember stendur Bíó Paradís fyrir bókaupplestri í anddyri bíósins. Þá munu tíu rithöfundar stíga fram og lesa upp úr bókum sínum. Það verður hugguleg jólastemning í bíóinu; piparkökur og konfekt, kaffi og jólabjór. Höfundarnir eru;

– Bryndís Björgvinsdóttir – Hafnfirðingabrandarinn

– Gísli Pálsson Hj: Maðurinn sem stal sjálfum sér

– Halldór Armand Ásgeirsson – Drón

– Jónína Leósdóttir Bara ef…

– Ófeig­ur Sig­urðsson Öræfi

– Sigurbjörg Þrastardóttir Kátt skinn (og gloría)

– Sigurður Pálsson – Táningabók

– Sverrir Norland Kvíðasnillingarnir

– Þór­dís Gísla­dótt­ir Velúr

– Yrsa Sigurðardóttir DNA

Fréttir

Opnunarhátíð Alþjóðlegrar Barnakvikmyndahátíðar í Reykjavík 5. apríl kl. 17!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík í fimmta sinn 5. – 15. apríl 2018 í Bíó Paradís!

VOD mynd vikunnar: On Body and Soul