NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Borgarleikhúsið heimsækir Bíó Paradís!

Borgarleikhúsið ætlar að kíkja í heimsókn á lokadegi Barnakvikmyndahátíðarinnar sunnudaginn 14. apríl kl.15:00!

Bergur Þór leikstjóri söngleiksins Matthildur mun koma ásamt ungleikurunum Erlen Ísabellu Einarsdóttur og Hlyn Atla Hilmarssyni úr sýningunni, en þau munu segja aðeins frá eigin uplifun af því að taka þátt í atvinnuleiksýningu, og í beinu framhaldi verður hægt að sjá bíósýningu á kvikmyndinni Matilda sem byggir að sjálfsögðu á frábærri sögu rithöfundarins Roald Dahl eins og söngleikur Borgarleikhússins.
Miða á myndina má versla á staðnum og í forsölu (hér – https://tix.is/is/bioparadis/buyingflow/tickets/7850/), verði er stillt í hóf, einungis 1000kr, og myndin byrjar 15:50. Hlökkum til að sjá ykkur!

Viðburður á Facebook!