Hönnunarmars í Bíó paradís

Bíó paradís fagnar Hönnunarmars með spennandi viðburðum. Heimildarmyndin Trend beacons er innlit í duldan heim trend spámennskunnar. Arkitektafélagið stendur fyrir bókakaffi þar sem nýútgefnar bækur um arkitektúr verða til sýnis. Auk þess verður heimildarmyndin The human scale sýnd en hún fjallar um mannlíf í stórborgum og hvernig má þróa borgir í þá átt að þarfir mannsins séu í forgrunni. Að lokum verður ljósmyndasýningin Benidorm sem er samstarfsverkefni ljósmyndarans Rutar Sigurðardóttur, stílistans Önnu Clausen og fatahönnuðarins Eyglóar Lárusdóttur.

Fimmtudagur 12. mars
17.00 Opnun ljósmyndasýningar
20.00 Trend beacons

Föstudagur 13. mars
18.00 Trend beacons

Laugardagur 14. mars
16.00 Trend beacons

Sunnudagur 15. mars
16.00 The human scale, umræður eftir sýningu

Dagskrá

Trend Beacons

Engar sýningar

The human scale

Engar sýningar

Fréttir

Jólaparadís 2018 – Partísýningar, fjölskyldubíó, jóla pub quiz og Þorláksmessustemning!

Fashion Film Festival 20.-24. nóvember 2018

KONUR Í FYRRI HEIMSSTYRJÖLDINNI: Þjóðhátíðardagur og aldarafmæli fullveldis Rúmeníu í Bíó Paradís