NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Hvernig verða tölvuteiknimyndir til?

Lói – þú flýgur aldrei einn er tölvugerð teiknimynd sem er í framleiðslu hjá GunHil. Sagan segir af lóuunga sem er ófleygur að hausti og þarf að lifa af harðan vetur til að sameinast ástvinum sínum á ný að vori.

Fyrirlesturinn verður haldin 1. apríl kl 14:00 í Bíó Paradís- frítt er inn og allir eru velkomnir!

Smelltu hér til þess að horfa á stiklu

Hilmar Sigurðsson er framleiðandi myndarinnar. Hann mun á fyrirlestrinum fara yfir það hvernig tölvuteiknimyndir eru búnar til og sýna efni úr framleiðslu myndarinnar, sem verður jólamyndin á Íslandi um næstu jól. Hilmar og Gunnar Karlsson stofnuðu GunHil árið 2012 eftir að hafa verið framleiðandi og leikstjórar á teiknimyndum eins og Hetjur Valhallar – Þór (2011), Önnu og skapsveiflunum (2007) og Litlu lirfunni ljótu sem var fyrsta íslenska tölvugerða teiknimyndin og kom út árið 2007 og á ennþá aðsóknarmet fyrir stuttmyndir á Íslandi.