Í boði er kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga á þriðjudögum og fimmtudögum á vorönn 2016. Sýningar eru ýmist klukkan 10:00 eða klukkan 13:00. Elstu hópum leikskóla er boðin þátttaka, ráði hópurinn við það að mati umsjónaraðila. Um er að ræða tvær til þrjár myndir sem gætu hentað, sjá dagskrá. Tilgangurinn með sýningunum er alhliða kvikmyndafræðsla fyrir börn og unglinga í grunnskólum til að kynna fyrir þeim kvikmyndir sem hafa alþjóðlega gæðastimpla, eru lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasögunnar og eru frá ýmsum þjóðlöndum. Hér er hægt að kynna sér sýningartíma.
Hér er hægt að kynna sér grunnskólasýningar á vorönn 2016
Hér er hægt að kynna sér dagskrá ætlaða framhaldsskólum í Bíó Paradís á vor 2016
Við leggjum metnað okkar í að hafa úrvalið sem fjölbreyttast og höldum áfram að kanna reynsluheim stúlkna frá framandi þjóðlöndum með kvikmyndinni um Malölu Yousafzai og baráttu hennar fyrir mannréttindum stúlkna, baráttu gegn barnavændi á Filippseyjum í Lilet Never Happened og lítum okkur nær með heimildamyndinni Stúlkurnar á Kleppjárnsreykjum. E.T. snýr aftur fyrir miðstigið, við fáum innsýn í upplýsingaöldina sem hélt innreið sína til Danmerkur með líflækni Kristjáns sjöunda og Karólínu Matthildi drottningu, kynnumst ótrúlegu lífshlaupi pólska píanóleikarans Wladyslaw Szpilman á tímum síðari heimsstyrjaldar í kvikmyndinni Píanóleikarinn eftir Roman Polanski. Við sýnum jafnframt aðra pólska mynd, Idu, sem segir frá ungri stúlku sem hyggst gerast nunna og uppgötvar leyndarmál sem sviptir hulunni af fortíðinni, en báðar myndirnar hlutu Óskarsverðlaunin.
Við höldum áfram að kanna fantasíuheim Wes Anderson með myndinni Moonrise Kingdom, kryfjum til mergjar ævintýraheim Narníulandsins og töfraveröldina í Harry Potter og eldbikarinn, fáum innsýn í betri veröld í belgísku kvikmyndinni Glænýja Testamentið sem er að hluta tekin á Íslandi, skoðum staðalímyndir í Mulan og Kirikou og galdranornin snýr aftur fyrir yngstu börnin.
Við sýnum áfram úr lykilkvikmyndum á undan sýningum til frekari fræðslu. Hér fyrir neðan má sjá dagskrána og umfjöllun um hverja mynd.
Pantið tímanlega hjá verkefnastjóra: oddnysen@gmail.com
Engar sýningar framundan
Engar sýningar framundan
Engar sýningar framundan