NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs. Þau voru fest í sessi árið 2005 og hafa síðan verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins.

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum og mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndar myndir og bjóða upp á norræna kvikmyndaveislu að því tilefni dagana 7. – 13. september.

Fimm kvikmyndir eru tilnefndar til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2017, og eru þær allar fyrstu kvikmyndir leikstjóra í fullri lengd. Dagskrá og sýningatíma má sjá neðst á þessari síðu með því að smella á kvikmyndirnar. 

Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru:

Finnland: Little Wing (á frummáli: Tyttö nimeltä Varpu)

í leikstjórn Selma Vilhunen (leikstjóri, handrit) Framleiðendur: Kai Nordberg, Kaarle Aho.

Danmörk: Parents (á frummáli: Forældre)

í leikstjórn Christian Tafdrup (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Thomas Heinesen.

 

Ísland: Hjartasteinn (enskur titill: Heartstone)

í leikstjórn Guðmundar Arnar Guðmundssonar (leikstjóri, handrit). Framleiðendur: Anton Máni Svansson, Lise Orheim Stender, Jesper Morthorst og Guðmundur Arnar Guðmundsson.

Noregur: Hunting Flies (á frummáli: Fluefangere)

í leikstjórn Izer Aliu (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Khalid Maimouni.

 

Svíþjóð: Sami Blood (á frummáli: Sameblod)

í leikstjórn Amanda Kernell (leikstjóri, handrit). Framleiðandi: Lars G. Lindström.

Úrslit verða tilkynnt miðvikudaginn 1. nóvember 2017 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki. Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd sem hefur mikið menningarlegt gildi, er framleidd á Norðurlöndum, er í fullri lengd og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum. Myndin verður að hafa verið frumsýnd í kvikmyndahúsum á tímabilinu 1. júlí 2016 til 30. júní 2017. Verðlaunaupphæðin nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Það undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er fyrst og fremst afurð náins samspils þessara þriggja þátta

Dagskrá

Parents / Forældre

Engar sýningar framundan

Little Wing /Tyttö nimeltä Varpu

Engar sýningar framundan

Hjartasteinn /Heartstone

Engar sýningar framundan

Hunting Flies / Fluefangeren

Engar sýningar framundan

Sami Blood /Sameblod

Engar sýningar framundan