NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2018 // Nordic Council Film Prize 2018

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs, en síðan kvikmyndaverðlaunin festust í sessi árið 2005 hafa þau verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins.

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film og TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum, af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar þær fimm tilnefndu myndir og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 18. – 21. október. Dagskrá og sýningatíma má sjá neðst á þessari síðu með því að smella á kvikmyndirnar.

Five Nordic films in feature length have been selected and nominated for the coveted award, Nordic Council Film Prize 2018. All five nominated films will be shown in Bíó Paradís on October 18-21 in a special program in cooperation with Nordisk Film og TV Fond. Program and screening times can be seen at the bottom of this page by clicking on each of the films.

Kvikmyndirnar fimm sem tilnefndar eru til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2018 eru:
The five films nominated for the Nordic Council Film Prize 2018 are:

Ísland//Iceland: Kona fer í stríð (enskur titill: Woman at War) í leikstjórn Benedikts Erlingssonar (leikstjórn / handrit), Ólafur Egill Egilsson (handrit). Framleiðendur: Marianne Slot, Carine Leblanc og Benedikt Erlingsson.

Danmörk//Denmark: Vetrarbræður (á frummáli: Vinterbrødre / enskur titill: Winter Brothers) í leikstjórn Hlyns Pálmasonar (leikstjórn / handrit). Framleiðendur: Julie Waltersdorph Hansen, Per Damgaard Hansen og Anton Máni Svansson.

Finnland//FinlandGóðhjartaði drápsmaðurinn (á frummáli: Armomurhaaja / enskur titill: Euthanizer) í leikstjórn Teemu Nikki (leikstjórn / handrit). Framleiðendur: Jani Pösö og Teemu Nikki.

Noregur//Norway: Thelma í leikstjórn Joachim Trier (leikstjórn / handrit), Eskil Vogt (handrit). Framleiðandi: Thomas Robsahm.

Svíþjóð//Sweden: Korparna (enskur titill: Ravens) í leikstjórn Jens Assur (leikstjórn / handrit). Framleiðendur: Jan Marnell, Tom Persson og Jens Assur.

Um Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2018:           

Markmið verðlauna Norðurlandaráðs, ein eftirsóttustu verðlaunin á Norðurlöndunum, er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að veita verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála athygli. Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd í fullri lengd sem framleidd er á Norðurlöndunum og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum, ásamt því að hafa mikið listrænt gildi og eiga rætur í norrænni menningu að verulegu leyti, og skara fram úr hvað varðar listrænan frumleika og samtvinna og efla hina margvíslegu þætti formsins svo úr verði sannfærandi og heilsteypt verk. Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Það undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er fyrst og fremst afurð náins samspils þessara þriggja þátta.

Vinningshafinn verður tilkynntur við hátíðlega athöfn þriðjudaginn 30. október 2018 í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Osló, Noregi. // The winner of the prize will be announced during an award ceremony on Tuesday October 30th 2018 during the Session of the Nordic Council in Oslo, Norway.

HIN TILNEFNDU Í HAUGASUNDI//THE NOMINEES IN HAUGESUND: JENS ASSUR – THOMAS ROBSAHM – BENEDIKT ERLINGSSON – MARIANNE SLOT – ÓLAFUR EGILSSON – TEEMU NIKKI – JANI PÖSÖ – JULIE WALTERSDORPH HANSEN – PER DAMGAARD HANSEN / LJÓSMYND/PHOTO: JAN KÅRE NESS/ DNF

Fyrir nánari upplýsingar um Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs, þar á meðal fyrri vinningshafa: ÝTIÐ HÉRNA

Fyrir nánari upplýsingar um Norrænu ráðherranefndina og verðlaun Norðurlandaráðs: ÝTIÐ HÉRNA

Hlekkur á facebook síðu Kvikmyndaverðlaunanna: ÝTIÐ HÉRNA

Dagskrá

Euthanizer // Armomurhaaja (Finland)

Engar sýningar framundan

Thelma (Norway)

Engar sýningar framundan

Ravens // Korparna (Sweden)

Engar sýningar framundan