NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2020 // Nordic Council Film Prize 2020

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum. Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar fimm tilnefndu kvikmyndirnar bæði í kvikmyndahúsinu og á netinu og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 22. – 26. október 2020.

ATH! Hver mynd verður aðeins sýnd einu sinni í kvikmyndahúsi og miðaframboð er takmarkað.

Myndirnar fimm verða aðgengilegar á netinu frá 22. – 26. okt. Þú finnur myndirnar HÉR.

Stofnaðu aðgang með því að smella á myndina sem þú vilt horfa á, fylla út eyðublaðið með netfangi og lykilorði að eigin vali og þá geturðu valið  um að kaupa aðgang að stakri mynd eða keypt aðgang að öllum myndunum í einum pakka.

Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs, en síðan kvikmyndaverðlaunin festust í sessi árið 2005 hafa þau verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins.

Dagskrá og sýningartímar fyrir hinar fimm tilnefndu kvikmyndir til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2020 má finna hér fyrir neðan – allar myndir verða sýndar með enskum texta!

Um Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2020:           

Markmið verðlauna Norðurlandaráðs, ein eftirsóttustu verðlaunin á Norðurlöndunum, er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að veita verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála athygli. Kvikmyndaverðlaunin verða veitt mynd í fullri lengd sem framleidd er á Norðurlöndunum og gerð til sýningar í kvikmyndahúsum, ásamt því að hafa mikið listrænt gildi og eiga rætur í norrænni menningu að verulegu leyti, og skara fram úr hvað varðar listrænan frumleika og samtvinna og efla hina margvíslegu þætti formsins svo úr verði sannfærandi og heilsteypt verk. Verðlaunaféð nemur 350 þúsund dönskum krónum og skiptist jafnt milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda. Það undirstrikar að kvikmyndagerð sem listgrein er fyrst og fremst afurð náins samspils þessara þriggja þátta.

English

Five Nordic films in feature length have been selected and nominated for the coveted award, Nordic Council Film Prize 2020. All five nominated films will be shown in Bíó Paradís and online on October 22nd-26th in a special Nordic Film Feast program in cooperation with Nordisk Film & TV Fond. 

ATT! Each film will only be shown once at the cinema and tickets are limited.

The five films will be accessible online from Oct. 22 – 26. You can find them HERE. 

Click on the film you want to watch at the bottom of the page, submit your email address and choose a password on the form that comes up and then you can choose to buy access to each film individually or all five films in one bundle.

Program and screening times for the five nominated films to Nordic Council Film Prize 2020 can be seen here below – all films will be shown with English subtitles!

Dagskrá

Bergmál // Echo (Iceland)

Engar sýningar framundan

Dogs Don’t Wear Pants (Finland)

Engar sýningar framundan

Uncle (Denmark)

Engar sýningar framundan

Charter (Sweden)

Engar sýningar framundan

Beware of Children (Norway)

Engar sýningar framundan