Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2024

KVIKMYNDAVERÐLAUN NORÐURLANDARÁÐS 2024 // NORDIC COUNCIL FILM PRIZE 2024

Í tengslum við kvikmyndaverðlaunin stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum.

Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar sex tilnefndu kvikmyndirnar og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 9. – 14. október 2024.

ATH! Hver mynd verður aðeins sýnd einu sinni í kvikmyndahúsi og miðaframboð er takmarkað. Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta skipti árið 2002 á hálfrar aldar afmæli Norðurlandaráðs, en síðan kvikmyndaverðlaunin festust í sessi árið 2005 hafa þau verið veitt árlega um leið og önnur verðlaun ráðsins.

Dagskrá fyrir hinar sex tilnefndu kvikmyndir til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 má sjá hér að neðan – allar myndir verða sýndar með enskum texta!