NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Litla Systir mín – Spurt og svarað með aðstandendum myndarinnar og aðalleikkonu

Stella er ung stúlka sem lítur upp til eldri systur sinnar Kötju sem æfir listdans á skautum og fær meiri athygli inni á heimilinu. Katja þjáist af átröskun, en Stella þorir ekki að segja foreldrunum frá og liggur sú ábyrgð þungt á hennar herðum. Stella er auk þess áhrifagjörn og er hrifin af listdanskennara systur sinnar. Myndin sýnir fram á raunsæan hátt hvernig börn og unglingar takast á við erfiðleika af þessu tagi.

Kvikmyndin er sú fyrsta í fullri lengd í leikstjórn Sanna Lenken, en hún vann Krystalbjörninn á Kvikmyndahátíðinni Berlinale 2015 sem og að hún vann sem besta kvikmyndin í Generation Kplus flokknum. Myndin vann áhorfendaverðlaunin á Kvikmyndahátíðinní í Gautaborg og var tilnefnd sem besta norræna myndin 2015 á sömu hátíð.

Leikstjóri myndarinnar, Sanna Lenken, ásamt framleiðandanum, Annika Rogell og aðalleikkonum myndarinnar, Amy Deasismont og Rebecka Josephson (sem leika systurnar í myndinni), munu svara spurningum áhorfenda eftir frumsýningu myndarinnar föstudaginn 20. mars kl. 17.30. Myndin er sýnd með íslenskum texta.