Námskeið í skapandi teiknimyndagerð með Unu Lorenzen
Leiðbeinandi: Una Lorenzen
Sunnudagur 27. október kl 12:00-14:00
Hvernig býr maður til teiknimyndir?
Una Lorenzen, leikstjóri og listamaður, gefur 8-10 ára börnum innsýn í grunninn á teiknimyndagerð á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík.
Á þessu ör-námskeiði í Bíó Paradís munum við skoða og upplifa hvernig klippimyndir, teikningar og jafnvel sandur getur vaknað til lífsins á skjánum.
Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið. Takmarkað pláss! Vinsamlega sendið tölvupóst með nafni, aldri barns ásamt símanúmeri forráðaaðila á lisa@bioparadis.is