Námskeið í sketsaskrifum!

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík kynnir: Námskeið í sketsaskrifum fyrir 13 – 15 ára krakka! 

Á námskeiðinu verður farið yfir grundvallaratriði í sketsaskrifum. Við horfum á sketsa og greinum þá, kynntar verða aðferðir til að fá hugmyndir að sketsum og hvernig á að byggja upp og vinna sketsa.

Námkeiðið verður haldið laugardaginn 7. apríl kl 13:00 – 15:00 í Bíó Paradís – Hverfisgötu 54.

Hámarksfjöldi þátttakenda er 15, en nauðsynlegt er að skrá sig á netfangið marta@bioparadis.is– ókeypis aðgangur og allir velkomnir en námskeiðið er ætlaði krökkum á aldrinum 13-15 ára. 

Kennari: Dóra Jóhannsdóttir er leikkona, leikstjóri og handritshöfundur. Hún stofnaði spunaleikhópinn Improv Ísland og var yfirhandritshöfundur Áramótaskaupsins 2017. Hún lærði improv og sketsaskrif hjá Upright Citizens Brigade í New York og hjá Second City í Chicago.

 

 

Fréttir

Þýskir kvikmyndadagar // German Film Days // 1.-10. FEB 2019

Vegan Film Fest 24. janúar 2019 – FRÍTT Í BÍÓ

The Room FANFEST með Greg Sestero viðstöddum 18.-19. janúar 2019