Órói – Spurt og Svarað sýning með leikkonum myndarinnar

Laugardaginn 28. mars kl. 20 verður sérstök spurt og svarað sýning á Óróa með leikkonum myndarinnar Birnu Rún Eiríksdóttur og Hreindísi Ylvu Garðarsdóttur.

Gabríel er í leit að sjálfum sér. Hann er sextán ára og svolítið ruglaður um stöðu sína í síbreytilegri og flókinni veröld. Hans nánustu merkja breytingar á honum þegar hann kemur heim eftir tveggja vikna dvöl í Manchester, þar sem hann kynntist hinum uppreisnargjarna Markúsi. Eftir röð óheppilegra atburða og sjálfsvíg bestu vinkonu sinnar, Stellu, fellur Gabríel í hyldýpi örvæntingar, sem neyðir hann til að horfast í augu við sjálfan sig og afhjúpa leyndarmál sitt. Órói hverfist um ást, missi, hatur, svik, sælu, sorg og fyrirgefningu.

Myndin er byggð á bókum Ingibjargar Reynisdóttur „Strákarnir með strípurnar” og „Rótleysi, rokk og rómantík” sem hafa notið mikilla vinsælda. Myndin var tilnefnd til sjö Edduverðlauna árið 2011 en Þorsteinn Bachmann vann sem besti leikari í aukahlutverki sama ár. Myndin vann barnakvikmyndaverðlaun ársins á Alþjóðlegu Barnakvikmyndahátíðinni í Kristiansand 2011.

 

Fréttir

Sigga Maija ráðin rekstarstjóri Bíó Paradís

Hú! lína Hugleiks Dagssonar fáanleg í Bíó Paradís!

Our summer program 2018 is out! // Sumardagskrá Bíó Paradís 2018 er komin út!