SERBNESKIR MENNINGARDAGAR 2018
Serbneskir menningardagar verða haldnir í Reykjavík dagana 9. til 11. nóvember næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem hátíðin er haldin hér á landi og í ár er hún tileinkuð Serbneskri kvikmyndagerð. Hátíðin er skipulögð af Serbnesku menningarmiðstöðinni á Íslandi í samstarfi við utanríkisráðuneyti Serbíu og Bíó Paradís.
Serbneskir menningardagar verða formlega settir 9. nóvember, klukkan 17:00 í Bío Paradís og verða fjórar kvikmyndir sýndar þar alla helgina (sjá dagskrá) .
Heiðursgestir hátíðarinnar í ár eru leikstjórarnir Milos Skundric (Ferðalagið langa í stríð), Nikola Kojo (Hjörð) og Vuk Rsumovic (Einskis manns barn). Verða þeir allir viðstaddir sýningar sinna mynda og munu þeir kynna þær og svara spurningum sýningargesta.
Menningardögum verður slitið í menningarhúsinu Hannesarholt, sunnudaginn 11. nóvember að undangengnu kvöldi með leikstjórum. Hægt verður að ræða við leikstjórana og skyggnast inni í heim kvikmyndagerðar og það umhverfi sem Serbneskir kvikmyndagerðarmenn búa við.
Hægt er að lýsa serbneskri kvikmyndagerð sem óvenjulegri og óhefðbundinni en umfram allt annað er serbnesk kvikmyndagerð frumlegt listform.
Almennt einkennast serbneskar kvikmyndir af raunsæishyggju og oft grimmum svörtum húmor. Er þetta afleiðing af stríðum og erfiðum lífsskilyrðum á ákveðnum tímabilum í Serbíu sem og öllu svæðinu. Þær sýna vel þekkta eðliseiginleika serbnesku þjóðarinnar, það er að jafnvel á verstu tímum og við verstu aðstæður finnur hún enn leið til að brosa í gegnum tárin.
Serbneskar kvikmyndir geta fengið þig bæði til að hlæja og gráta en eitt er víst, þær hafa áhrif á alla. Frumleiki og sérkenni serbneskra kvikmynda mun án efa gera ferð þína í kvikmyndahúsið ógleymanlega.
Komdu og upplifðu sjálf/ur.
SERBIAN CULTURAL DAYS 2018
Serbian Cultural Days will be held in Reykjavik, from 9th to 11th of November 2018. This will be the second time the festival will be held, and this time it is dedicated to Serbian film production. The festival is organized by the Serbian Cultural Center in Iceland, in cooperation with Ministry of Foreign Affairs of the Republic of Serbia and Bíó Paradís.
The Serbian Cultural Days will be formally set on November 9th at 17:00 in Bíó Paradís. Four movies will be screened at the festival over the weekend (see schedule).
The honorary guests of the festival this year are the directors Milos Skundric (The Long Road To War), Nikola Kojo (Herd) and Vuk Rsumovic (No One´s Child), and they will all present movies and answer questions before screening of their movies.
Serbian Cultural Days will end in the cultural center Hannesarholt, Sunday, November 11th with “Evening with the directors”. You will be able to meet and talk with the movie directors, look into the world of cinematography and the environment in which our guests work in their home country.
Serbian cinematography can be described as unusual and unconventional, but above all else, Serbian film-making is an original art form.
In general, Serbian films are characterized by realism and often cruel, black humor. This is the result of wars and difficult living conditions during certain periods in Serbia as well as in the whole region. They show the familiar nature of the Serbian people, even at hard times, and in the worst circumstances, the nation still finds a way to smile through the tears.
Serbian movies can make you both laugh and cry, but one thing is certain, they touch everyone. The originality and uniqueness of Serbian films will undoubtedly make your trip to the cinema unforgettable.
Come and experience for yourself.
Engar sýningar framundan
Engar sýningar framundan
Engar sýningar framundan
Engar sýningar framundan