Skjaldborg 2020 – Hátíð íslenskra heimildamynda

Skjaldborg—hátíð íslenskra heimildamynda verður haldin í samstarfi við Bíó Paradís helgina 18.-20. september 2020. 

Sala á Skjaldborgarpössum og forsala á stakar sýningar er hafin! Smelltu hér!

Skjaldborg—hátíð íslenskra heimildamynda er nú haldin í Reykjavík í fyrsta sinn og hreiðrar um sig í Bíó Paradís—heimili kvikmyndanna. 

Skjaldborg er uppskeruhátíð heimildamyndahöfunda og sérhæfir sig í að frumsýna íslenskar heimildamyndir. Reynsluboltar í faginu, byrjendur og hinn almenni áhorfandi koma saman á hátíðinni í skemmtilegu og skapandi samtali sem gegnir mikilvægu hlutverki fyrir þróun og miðlun íslenskrar heimildamyndagerðar. 

Þrettán myndir verða frumsýndar á hátíðinni og sjö verk í vinnslu kynnt. Heiðursgestur hátíðarinnar í ár er Hrafnhildur Gunnarsdóttir og verða sýndar þrjár myndir úr hennar höfundasafni auk þess sem Hafsteinn Gunnar Sigurðsson mun leiða masterclass með Hrafnhildi. 

Stakir bíómiðar kosta 1.690 kr. og Skjaldborgarpassi sem gildir á allar sýningar hátíðarinnar kostar 8.900 kr.

Skjaldborg á Facebook

Skjaldborg á Instagram

Dagskrá

Aftur heim?

Engar sýningar framundan

MÍR // Ökukveðja

Engar sýningar framundan

PLAY!

Engar sýningar framundan

Hálfur álfur

Engar sýningar framundan

Er ást

Engar sýningar framundan

Senur úr listrænu ferli

Engar sýningar framundan

Góði hirðirinn

Engar sýningar framundan

Last and First Men

Engar sýningar framundan