NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Skjaldborg í Paradís

Brot úr dagskrá Skjaldborgar 2022 í Bíó Paradís

Skjaldborg 2022 var haldin á Patreksfirði um hvítasunnuhelgi og laugardaginn 17. september verða verk af Skjaldborg sýnd í Bíó Paradís! Skjaldborg er þekkt fyrir að bjóða upp á heimildamyndaveislu á Patreksfirði þar sem gæðastundir í Skjaldborgarbíói, skrúðganga, fiskiveislur, limbó og sumarnóttin á Patreksfirði mynda umgjörð um hinn töfrandi Skjaldborgaranda.

Misstirðu af Skjaldborg í ár? Nú er heppnin með þér því hér kemur ómótstæðileg sending að vestan. Við hvetjum við allt fagfólk, áhugafólk um heimildamyndir og forvitna til að mæta í bíó! Þær þrjár sem myndir hlutu verðlaun á hátíðinni verða á dagskrá; Velkominn Árni sem hlaut áhorfendaverðlaunin Einarinn, Hækkum Rána sem hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann auk Thinking about the Weather sem hlaut hvatningarverðlaun dómnefndar og verður sýnd í dagskrárhólfi með þremur öðrum stuttmyndum.

Spurt og svarað með aðstandendum myndanna verður í kjölfar sýninga.

Miðaverð: 1990 kr.

Dagpassi: 3.990 kr. (gildir á alla dagskrá)

15:00 Stuttar heimildamyndir

Thinking about the weather (‘22) eftir Garðar Þór Þorkelsson (Hvatningarverðlaun) Alexander eftir Óla Hjört Ólafsson (‘15) Börn kvótakerfisins eftir Björgu Sveinbjörnsdóttur (‘26) Díflissudúfa eftir Tatjönu Dís Aldísar (‘9) Spurt og svarað með aðstandendum myndanna að lokinni sýningu

Fordrykkur í boði Skjaldborgar í hléi meðan birgðir endast

17:00 Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson (Ljóskastarinn) Spurt og svarað með aðstandendum myndarinnar

19:00 Velkominn Árni eftir Viktoríu Hermannsdóttur og Allan Sigurðsson (Einarinn) Spurt og svarað með aðstandendum myndarinnar

DJ Ívar Pétur heldur uppi fjörinu að lokinni síðustu sýningu. 

Dagskrá

STUTTAR HEIMILDAMYNDIR

Engar sýningar framundan

Hækkum Rána

Engar sýningar framundan

Velkominn Árni

Engar sýningar framundan