NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Skrautskriftarsýning/-kennsla í boði Japanska sendiráðsins

Japanska Sendiráðið á Íslandi kíkir í heimsókn sunnudaginn 7. apríl milli kl.13-17 þar sem þau munu sýna og kenna FRÍTT japanska skrautskrift (Calligraphy), en skrautskriftin er listform sem á sér meira en 3000 ára sögu. Búddísk rit voru skrifuð með kínverskum táknum þannig að skrautskriftin á sér rætur í búddiskum helgisiðum.

Skrautskriftin er byggð á orðtáknum þar sem blandað er tækni og hugmyndaflugi og einungis línur eru notaðar. Skrautskrifarinn gefur þannig orðinu líf með eigin pensilförum. Ekki er hægt að breyta neinu eftir að orðtáknum hefur verið strokið á blaðið og lifa þau þar í eilífðinni.

Calligraphy er kölluð drottning listanna í Japan og hefur ávallt verið samtvinnuð japanskri menningu og fylgt einkennum tíðarandans í gegnum aldirnar. Konur og karlar sem urðu þekktir skrifarar voru kallaðir shoka og litið á þá sem listamenn.

Einnig verður hægt að upplifa japönsku teiknimyndirnar My neighbor Totoro (となりのトトロ) sem sýnd verður kl.13:00, eða hina spánnýju Mirai (未来のミライ) sem sýnd verður kl.17:50, en Mirai sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna í ár fyrir bestu teiknimynd. Báðar teiknimyndir verða sýndar á frummálinu japönsku með enskum texta og það kostar bara 1.000 kr. inn fyrir alla fjölskylduna.