Stelpur leika! Undirbúningur fyrir áheyrnarprufur 

Stelpur leika! Undirbúningur fyrir áheyrnarprufur 

Leiðbeinandi: Vigfús Þormar Gunnarsson

Laugardagur 2. nóvember kl 12:00-14:00

Langar þig til þess að leika í kvikmyndum? Hvernig getur þú undirbúið þig best fyrir

áheyrnarprufur?

Á Alþjóðlegri Barnakvikmyndahátíð í Bíó Paradís verður boðið upp á námskeið fyrir stelpur á aldrinum 10-12 ára þar sem farið verður yfir það hvernig best er að undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur og kennt grunninn í því hvernig á að fara með hlutverk í kvikmynd.

Vigfús Þormar Gunnarsson útskrifaðist úr leiklist frá Kvikmyndaskóla Íslands árið 2012 og hefur komið víða að í kvikmyndagerð en árið 2018 stofnaði hann fyrirtækið Doorway Casting sem sérhæfir sig í leikaravali fyrir kvikmyndir, sjónvarp og auglýsingar.

Athugið að nauðsynlegt er að skrá sig á námskeiðið. Takmarkað pláss! Vinsamlega sendið tölvupóst með nafni, aldri barns ásamt símanúmeri forráðaaðila á lisa@bioparadis.is