NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

STELPUR LEIKA!

Dreymir þig um að leika í kvikmynd?

Nanna Kristín Magnúsdóttir, leikstjóri og leikkona mun sjá um valdeflandi námskeið fyrir stúlkur á aldrinum 10-12 ára undir yfirskriftinni STELPUR LEIKA! í ætt við önnur námskeið sem haldin hafa verið á Íslandi á borð við STELPUR SKJÓTA! og STELPUR ROKKA!

Laugardaginn 30. október 13 – 15!

Þar verður farið yfir það hvernig best er að undirbúa sig fyrir áheyrnarprufur og stelpunum kennt grunninn í því hvernig á að fara með hlutverk í kvikmynd. Nanna Kristín leikstýrði nýlega fjölskyldumyndinni Abbababb sem verður frumsýnd vorið 2022. Tvær af ungu leikkonum myndarinnar munu einnig mæta á svæðið og ræða um það hvernig er að leika í bíómynd.

 

Skráning á tölvupósti – sendið upplýsingar um þáttakendur á lisa@bioparadis.is