NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Stockfish Film Festival 2019

Stockfish Film Festival verður haldin dagana 28. febrúar – 10. mars nk. í Bíó Paradís. Á hátíðinni verða sýndar margverðlaunaðar kvikmyndir og heimildamyndir frá öllum heimshornum ásamt öðrum viðburðum. Myndirnar hafa verið sýndar á stærstu hátíðum heims eins og Cannes, Sundance og Toronto Film Festival og verða nú sýndar í Reykjavík. Á hátíðinni verður einnig í fyrsta sinn hreyfimyndahátíðin Physical Cinema Festival undir leiðsögn Helenu Jónsdóttur. Physical Cinema Festival sýnir yfir 30 listrænar stuttmyndir, vídeó innsetningar og heimildamyndir sem allar eiga það sameiginlegt að vera á landamærum dans, myndlistar, hljóðheims og kvikmynda.

Stockfish leggur áherslu á sérvaldar verðlaunamyndir víðs vegar að úr heiminum og glæsilega og fjölbreytta dagskrá. Á hátíðinni fá gestir mikla innsýn í gerð myndanna og tækifæri til að eiga samtal við leiksjóra eftir sýningar með Q&A. Kvikmyndafólk og allt áhugafólk um kvikmyndir nýtur góðs af Masterclass umræðum við hæfileikafólk í faginu ásamt pallborðsumræðum um gerð kvikmynda. Sprettfiskurinn er hluti af hátíðinni en sá þáttur í hátíðinni veitir ungu sem og reyndu kvikmyndagerðafólki tækifæri til að sýna stuttmyndir sínar. Verðlaunahafi Sprettfisksins hlýtur vegleg verðlaun að upphæð 1.000.000 kr. frá KUKL.

Frekari upplýsingar um myndirnar og dagskrána má finna á heimasíðu hátíðarinnar á www.stockfishfestival.is 

Dagskrá

Stockfish – Mán. 4/3

Engar sýningar framundan

Stockfish – Þri. 5/3

Engar sýningar framundan

Stockfish – Mið. 6/3

Engar sýningar framundan

Stockfish – Fim. 7/3

Engar sýningar framundan

Stockfish – Fös. 8/3

Engar sýningar framundan

Stockfish – Lau. 9/3

Engar sýningar framundan

Stockfish – Sun. 10/3

Engar sýningar framundan