NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Hvernig verða tölvuteiknimyndir til?

“HVERNIG VERÐA TÖLVUTEIKNIMYNDIR TIL?” – með teiknimyndagerðarmönnunum Hilmari Sigurðssyni og Gunnar Karlssyni fyrir 10 til 16 ára.

Hilmar Sigurðsson og Gunnar Karlsson hafa unnið saman í yfir 25 ár. Gunnar hefur leikstýrt og Hilmar framleitt flestar íslenskar teiknimyndir á þeim tíma, fyrst Litlu lirfuna ljótu, síðar Önnu og skapsveiflurnar og síðast Hetjur Valhallar – Þór. Þeir eiga og hafa rekið saman tölvuteiknimyndafyrirtækið GunHil síðustu 3 ár og eru að hefja framleiðslu á Lói – þú flýgur aldrei einn, sem er tölvuteiknimynd fyrir alla fjölskylduna eftir handriti Friðriks Erlingssonar og í leikstjórn Árna Ólafs Ásgeirssonar og Gunnars Karlssonar.

Á fyrirlestrinum munu þeir fara í gegnum ferilinn við að gera tölvuteiknimynd og sýna hvað þarf til að gera slíka mynd og koma henni upp á hvíta tjaldið.

Námskeiðið fer fram 28. mars kl. 14 í Bíó Paradís. Frítt er á námskeiðið og hægt er að skrá sig á námskeiðið hjá Helgu Bryndísi í helga@bioparadis.is.