NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Þýskir kvikmyndagar // German Film Days

Bíó Paradís og Goethe Institut í Danmörku standa fyrir Þýskum kvikmyndadögum í sjötta sinn dagana 11. – 20. Mars 2016 í samstarfi við Þýska sendiráðið.

Að þessu sinni verða á boðstólnum sex nýjar myndir sem eru þverskurður af því besta sem þýsk kvikmyndalist hefur upp á að bjóða. Þessi sannkallaða kvikmyndaveisla hefst með hinni margumtöluðu Elser (13 Minutes) í leikstjórn Oliver Hirschbiegel (sem er einna þekktastur fyrir kvikmyndina Downfall) en um er að ræða ógleymanlega og hrífandi frásögn af uppreisnarsinnanum sem reyndi að ráða Hitler af dögum þann 8. Nóvember 1939.

Auk hennar verða á dagskrá í Bíó Paradís aðrar verðlaunamyndir; kynngimögnuð ráðgáta sem lituð er af blekkingum ( Phoenix ), kvikmynd byggð á árásum nýnasista á Víetnama í Berlín 1992 (We are young. We are Strong / Wir sind Jung. Wir sind stark), stórskemmtilega tragikómedíu um rithöfund sem reynir að skrifa ævisögu blinda listamannsins Kaminski (Me and Kaminski / Ich und Kaminski), spennandi sögu sem hefur verið kölluð „kvikmyndalegt afrek“ þar sem í gegnum fjölbreytta tökustaði og einstaka kvikmyndatöku kynnumst við Berlín líkt og aldrei fyrr á hvíta tjaldinu í einni töku (Victoria) og stórskemmtilegu innliti inn í áratug, frá pönki til teknótónlistar á tímum þar sem Berlín var eins og B-mynd í tónlistar- og heimildamynd þar sem m.a. Nick Cave bregður fyrir (B- Movie: Lust & Sound in West – Berlin 1979- 1989).

Myndirnar eru á þýsku með enskum texta. Sýningartíma má finna áwww.bioparadis.is

Welcome to The German Film Days in Reykjavík 2016

The sixth edition of German Film Days takes place at Bíó Paradís from March 11th to March 20th 2016. The German Film Days are organized by Bíó Paradís in cooperation with the Goethe-Institut Denmark and the German Embassy in Iceland.

For this edition, we will present six films, all of which represent the best that current German cinema has to offer. The German Film Days will open with Elser (13 Minutes) directed by Oliver Hirschbiegel (Downfall); a stunning, emotional portrait of the resistance fighter who tried to assassinate Hitler in the Munich Bürgerbräukeller on November 8th 1939.

Other award winning films will be screened during the film days, a spellbinding mystery of identity, illusion, and deception unfolds against the turmoil of post-World War II Germany (Phoenix), A film portraying the turmoil and attacks on Vietnamese immigrants in Berlin 1992, (We are young. We are Strong / Wir sind Jung. Wir sind stark), a tragicomedy based on Daniel Kehlmann’s eponymous novel, starring Daniel Brühl from GOOD BYE, LENIN! (Me and Kaminski / Icn und Kaminski), a film that has been referred to as a “cinematic achievement” where the use of multiple locations and unique cinematography we see Berlin as never before on the silver screen (Victoria) and a documentary about music, art and chaos in the Wild West Berlin of the 1980s which became the creative melting pot for sub and pop culture starring amongst others Nick Cave (B- Movie: Lust & Sound in West – Berlin 1979- 1989).

All films will be screened in German with English subtitles. You’ll find the screening times on the cinema’s webpage, www.bioparadis.is.

Dagskrá

Victoria

Engar sýningar framundan

13 Minutes / Elser

Engar sýningar framundan

Phoenix

Engar sýningar framundan

Me and Kaminski – (Ich und Kaminski)

Engar sýningar framundan