NÝTT! Heimabíó Paradís færir ykkur bíóperlur og alþjóðlegar verðlaunamyndir beint heim í stofu. SMELLIÐ HÉRNA!

Yasujiro Ozu kvikmyndadagar 28.-31. mars 2019

Á Yasujiro OZU kvikmyndadögunum mun Sendiráð Japans á Íslandi og Japan Foundation í samstarfi við Bíó Paradís sýna fjórar kvikmyndir eftir þennan virta japanska kvikmyndagerðamann. Kvikmyndir Ozu fjalla um fjölskyldulíf, hjónabönd, líf fólks í háskólum og á skrifstofunni. Ozu var þekktur fyrir að nýta sér „mono no aware“ við gerð kvikmynda sinna en þetta fagurfræðilega japanska hugtak lýsir hinum óblendnu tilfinningum gagnvart fegurð náttúrunnar, hverfulleika lífsins sem og sorginni sem fylgir dauðanum.

Yasujirō Ozu (小津 安二郎, 12. desember, 1903 – 12. desember, 1963), er álitinn einn af meisturum japanskrar kvikmyndagerðar og er enn afar áhrifamikill innan geirans. Kvikmyndir Ozu voru mjög vinsælar í Japan en þær voru nær óþekktar á vesturlöndum þar til á sjöunda áratugnum. Hann er álitinn einn af bestu leikstjórum kvikmyndasögunnar í dag og leikstjórarnir Jim Jarmusch, Wim Wenders, Abbas Kiarostami, Mike Leigh, Aki Kaurismaki, Hou Hsiao-hsien, Pedro Costa og Clair Denis nefna hann sem einstakan áhrifavald á kvikmyndagerð þeirra. Meistaraverk hans, Tokyo Story sem hann gerði árið 1953, er að margra mati ein af bestu kvikmyndum sem nokkurn tíma hafa verið gerðar.

Dagskrá

Early Spring // Sōshun (早春)

Engar sýningar framundan

Floating Weeds // Ukigusa (浮草)

Engar sýningar framundan