Fréttir

Norræn kvikmyndaveisla 2025!

15/09/2025

Í tengslum við Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs stendur Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn (Nordisk Film & TV Fond) fyrir sýningum á tilnefndum myndum í samstarfi við kvikmyndahús á Norðurlöndunum.

Af því tilefni mun Bíó Paradís sýna allar tilnefndar kvikmyndirnar og bjóða upp á Norræna kvikmyndaveislu dagana 18. – 22. september 2025.

Dagskrá fyrir hinar sjö tilnefndu kvikmyndir til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025 má sjá hér – allar myndir verða sýndar með enskum texta!

Skoða fleiri fréttir