European Cinema Night, sem hófst árið 2018 í samstarfi við Evrópusambandið, fagnar ríkuleika og fjölbreytileika evrópsks kvikmyndaheims og undirstrikar hlutverk MEDIA-áætlunar ESB í að styðja kvikmyndamenningu og sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðinn. Nú, á áttunda ári, nær verkefnið út fyrir landamæri Evrópu með sérstakri útgáfu sem fagnar Rómönsku Ameríku og Karíbahafinu.
Til heiðurs þessu sérstaka verkefni mun Bíó Paradís í samstarfi við Latin American Film Festival Reykjavík, sýna myndina The Shadow of the Sun, miðvikudaginn 3. desember kl. 19:00. Eftir myndina verður samtal við Hasan Karakilinc, stundakennara við Háskóla Íslands, og Hugo Llanes, sýningarstjóra LAFF Reykjavík.
FRÍTT INN – en bóka þarf boðsmiða fyrirfram hér á síðunni, takmarkaður fjöldi í boði.
Viðburðurinn er styrktur af Europa Cinemas, Creative Europe MEDIA og European External Action Service.