Dheepan

Sýningatímar

Engar sýningar

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 12 ára

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Jacques Audiard
  • Handritshöfundur: Jacques Audiard, Thomas Bidegain, Noé Debré
  • Ár: 2015
  • Lengd: 109
  • Land: Frakkland
  • Frumsýnd: 25. Nóvember 2015
  • Tungumál: Franska, Tamil
  • Aðalhlutverk: Vincent Rottiers, Jesuthasan Antonythasan, Kalieaswari Srinivasan

Myndin, sem er eftir leikstjórann Jacques Audiard fjallar um fyrrverandi hermann úr borgarastríðinu í Sri Lanka sem reynir að finna sér samastað í Frakklandi. Áhorfendur fá að fylgjast með Dheepan, fyrrum liðsmanni uppreisnarmanna Tamil Tígranna nota það sem hann lærði í borgarastyrjöldinni í Sri Lanka (sem vart er fjallað um í vestrænum fjölmiðlum).

Dheepan missti eiginkonu sína og barn í blóðbaðinu í Sri Lanka og langar til að hefja nýtt líf í Frakklandi. En til þess að fá hæli þarf hann að leyna fortíð sinni í sem uppreisnarmaður Tamil. Í flóttamannabúðum áskotnast honum vegabréf látins manns. Í kaupbæti fær hann eiginkonu hins látna og 9 ára dóttur og ferðast með þeim á báti til Parísar. Sem nánast ósýnilegur innflytjandi í úthverfum Parísarborgar verður Dheepan óvænt andhetja þegar hann reynir að búa sér og nýrri fjölskyldu sinni betra líf.

Audiard, sem hefur einstakt lag á að hefja þá sem eru utanveltu í samfélaginu til vegs og virðingar í kvikmyndum sínum, ákvað að ráða ekki atvinnuleikara í titilhllutverk myndarinnar. Með aðalhlutverkið fer Jesuthasan Antonythasa, sem kemur úr svipuðum aðstæðum og persónan sem hann leikur í myndinni. Hann var barnahermaður Tamil tígranna, flúði land og fékk að lokum hæli í Frakklandi árið 1997, þá 25 ára gamall.

 

Gagnrýnendur hafa keppst við að lofa myndina síðustu daga, eins og sjá má:

***** “Róttæk og undraverð mynd sem snýr hefðbundnum hugmyndum um innflytjendur á hvolf!”

– The Independent


**** “Gríðarlega áhrifamikill tryllir um Tamil tígur sem gengur laus í steinsteypufrumskóginum!”

– The Guardian


“Algjörlega frábær!”

– Indiewire


“Stórkostlegur leikur!”

– Variety 

English

Dheepan is a 2015 French drama film directed by Jacques Audiard. The film was partly inspired by Montesquieu’s Persian Letters. Featuring novelist, and former Tamil Tiger child soldier, Antonythasan Jesuthasan in the lead role, the film tells the story of three Tamil refugees who flee the civil war-ravaged Sri Lanka and come to France, in the hope of reconstructing their lives.

The film won the Palme d’Or at the 2015 Cannes Film Festival. It has been selected to be shown in the Special Presentations section of the 2015 Toronto International Film Festival.

Aðrar myndir í sýningu