Innsæi – The Sea Within

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Heimildamynd/Documentary
  • Leikstjóri: Hrund Gunnsteinsdóttir, Kristín Ólafsdóttir
  • Handritshöfundur: Hrund Gunnsteinsdóttir
  • Ár: 2016
  • Lengd: 77 mín
  • Land: Ísland
  • Frumsýnd: 10. Október 2016
  • Tungumál: Enska með íslenskum texta

InnSæi – the Sea within

Nýjir tímar kalla á breytt hugarfar og meðvitaða skynjun. InnSæi býður áhorfendum í ferðalag inn í hulinn heim innra með hverju og einu okkar sem lætur engan ósnortinn.

Heimurinn er breytast hraðar en nokkru sinni fyrr og nýjir tímar kalla á nýja hugsun.

65% af skólakrökkum í dag eiga eftir að vinna störf í framtíðinni sem hafa ekki verið fundin upp. Talið er að þunglyndi verði ein helsta orsök örorku árið 2020. Kulnun í starfi, upplýsingaáreiti og ofbeldi eru orðinn daglegur hluti af menningu okkar, afþreyingarefni og fjölmiðlaumfjöllun, á meðan að ósnortin náttúra er orðin að fjarlægum draumi fyrir fólk víða um heim. Hvernig hafa þessir þættir áhrif á líf okkar?

Í bland við persónulega reynslu sögumannsins Hrundar Gunnsteinsdóttur, koma fram í myndinni heimsþekktir leiðtogar og hugsuðir á sviði lista, vísinda og fræða sem leiða okkur inn í margræðan heim InnSæis: Heim endalausra möguleika, sjálfsþekkingar, samkenndar og ímyndunarafls. – Veröld sem við erum að missa tengingu við í hraða og áreiti nútímasamfélagsins.

Á ferðalagi leikstjóranna Kristínar og Hrundar, fylgjast þær með skólabörnum í Bretlandi sem er kennt með hjálp taugalíffræði og núvitundar að takast á við upplýsingaflæði, stress og auknar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Reynsla barnanna sýnir þeim að InnSæi er lykillinn að þeim sköpunarkrafti sem við þurfum á að halda til að dafna og takast á við nútímasamfélag.

English

Offers radical insights on how to re-think how we think and sense the world today. Two cultural entrepreneurs go on a global journey that help even the most skeptical to uncover the hidden world of InnSæi – the Sea within.

The world is changing faster than ever before and new ways of thinking are required. 65% of children will be doing jobs in the future that have not been invented. Statistics show that depression will likely be the highest leading cause of disease in the western world by 2020. Burn out, distraction and violence has become an integral part of our culture, media and entertainment, and we are becoming seriously disconnected from the natural world.

How is this affecting the way we live our lives?

They meet world-renowned thinkers, scientists, artists, academics and spiritual leaders who share knowledge and wisdom to unlock the nature of InnSæi: a world of huge potential with a new vision, feelings, empathy and imagination. A world that today’s culture of stress and distraction is blocking our access to.

On their journey they meet a group of children who are learning how to better cope in today’s world through an unconventional school programme. Through the children’s experience, the power of nature and mindfulness practices, they discover how InnSæi can help us to re-think how we think and open up to our full potentials.

We can no longer sit back and just expect change to happen. Change happens inside us. And it starts with InnSæi.

Aðrar myndir í sýningu