O, Brazen Age

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Leikstjóri: Alexander Carson
  • Ár: 2015
  • Lengd: 80
  • Land: Kanada
  • Frumsýnd: 7. Apríl 2016
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Lauren Saarimaki, Deragh Campbell, Kaelen Ohm, Atli Bollason

Bíó Paradís við Hverfisgötu efnir til þriggja sýninga á kanadísku indí-kvikmyndinni ‘O, Brazen Age’ dagana 7., 8. og 9. apríl. Myndin var sýnd við góðar undirtektir á RIFF síðasta haust. Hún hefur verið á ferðalagi um kvikmyndahátíðir vestra í allan vetur og fer í dreifingu ytra í október. Íslandsvinurinn Alexander Carson leikstýrir kvikmyndinni og meðal leikenda eru fjöllistamaðurinn Atli Bollason og Deragh Campbell sem var útnefnd ein af rísandi stjörnum kvikmyndaheimsins á kvikmyndahátíðinni í Toronto liðið haust.

Um myndina

Ljósmyndarinn Sam og atvinnulausi leikarinn Jack eru nýkomnir úr ferðalagi um Quebéc þar sem þeir kynntust táningsstúlkunni Charlie sem kveðst ólétt eftir heilagan anda. Um svipað leyti snýr Harvey aftur til Toronto. Hann er nýútskrifaður úr lögfræði og heilsar upp á gamlan vin sinn, kvikmyndaframleiðandann Danny. Harvey æsir upp afbrýðisemina í Danny þegar hann segist eiga nektarmyndir af Toni-Marie, kærustu Danny, frá því að þau Harvey voru saman í menntaskóla. Gömul sár ýfast og vonbrigði fullorðinsáranna fá skýra drætti.

‘O, Brazen Age’ er jöfnum höndum þroskasaga og hugleiðing um ljósmyndun, minningar og minjagripi sem dregur upp áleitna mynd af vináttu og trú á 21. öldinni. Hún sækir markvisst í sígildar bókmenntir, fagurfræði nýbylgjunnar og stælingar á tíunda áratugnum.

Um leikstjórann

Alexander Carson er kanadískur kvikmyndagerðarmaður sem býr og starfar í Toronto. Hann lauk BA og MA námi í kvikmyndagerð og kvikmyndafræðum frá Concordia háskóla í Montréal. Árið 2014 hlaut hann Golden Gate verðlaunin á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í San Francisco fyrir stuttmyndina ‘Numbers & Friends’ (sýnd á RIFF 2013). Meðal 
eldri stuttmynda hans eru ‘We Refuse to Be Cold’ (sýnd á RIFF 2011) og ‘Braids’ (2012). Hann er einn stofnenda framleiðslufyrirtækisins North Country Cinema sem staðsett er í Calgary í Alberta-fylki. ‘O, Brazen Age’ er fyrsta mynd hans í fullri lengd.

English

Part coming-of-age story, part art-cinema meditation on photography, souvenirs, and collections, O, Brazen Age creates a tender and haunting portrait of friendship and faith in the 21st century.

Aðrar myndir í sýningu