Svartir Sunnudagar: Spider Baby

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Gamanmynd, Hryllingur/Horror
  • Leikstjóri: Jack Hill
  • Handritshöfundur: Jack Hill
  • Ár: 1967
  • Lengd: 81 mín
  • Land: Bandaríkin
  • Frumsýnd: 9. Apríl 2017
  • Tungumál: Enska
  • Aðalhlutverk: Lon Chaney Jr., Carol Ohmart, Quinn K. Redeker

Árið 1985 gaf Re-Search út bókina Incredibly Strange Films eftir V. Vale og Andrea Juno. Bók þessi er biblía áhugamanna um undarlegar bíómyndir og er enn lesin víða um heim. Bókin rýnir í ýmsar undarlegar myndir sögunnar frá fersku sjónarhorni og inniheldur viðtöl við leikstjóra eins og Russ Meyer, Herchell Gordon Lewis, Ted V. Michaels og fleiri meistara undranna.

Svartir sunnudagar hafa ákveðið að tileinka þremur sunnudögum þessari helgu bók og hefja leikinn næsta sunnudag, 9. apríl kl 20:00, með kvikmyndinni Spider Baby, or The Maddest Story Ever Told eftir Jack Hill og er hún frá árinu 1967. Þessari mynd er gerð skil í bókinni góðu, þar sem henni er þannig lýst að ef Luis Bunuel hefði einhverntíman gert gamanþætti í sjónvarpi þá yrði það eitthvað í líkingu við Spider Baby. Jack Hill átti síðar eftir að gera garðinn frægan með “Blaxpoitation” myndum eins og Foxy Brown, Coffie og Switchblade Sisters.

Næstu sýningar: Faster Pussycat, Kill Kill! eftir Russ Meyer (1965) – Annar í páskum 17. apríl kl 20:00

The Mask by Julian Hoffman (1961) – sunnudaginn 23. apríl kl 20:00

English

A caretaker devotes himself to three demented siblings after their father’s death. The film is a part of celebration of the book  Incredibly Strange Films by V. Vale and Andrea Juno.

Spider Baby, or The Maddest Story Ever Told  by Jack Hill (1967) screened Sunday April 9th at 20:00

Faster Pussycat, Kill Kill! by Russ Meyer (1965) – screened Easter Monday April 17th at 20:00

The Mask by Julian Hoffman (1961) – screened April 23th at 20:00

Aðrar myndir í sýningu