Min Evige Sommer

Danska kvikmyndin Min Evige Sommer er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs.

Hin 15 ára Fanny og foreldrar hennar eru komin í sumarbústaðinn sinn og ætla að verja þar sumrinu eins og þau eru vön. Undir yfirborði hversdagslegra athafna og fjölskylduhefða liggur sorg í loftinu - þau vita að þetta verður síðasta sumar móðurinnar.

Meðan Fanny og foreldrar hennar reyna að njóta þess tíma sem þau eiga eftir saman flakka þau varfærnislega á milli þess að njóta líðandi stundar og horfast í augu við hina óumflýjanlegu framtíð.

Sýnd föstudagskvöldið 19. september kl 19:00! 

English

Fifteen-year-old Fanny spends the summer with her parents at their vacation home, cherishing time with her terminally ill mother through simple pleasures like swimming and walks, creating final memories before an impending loss.

Screened Friday September 19th at 7PM!

 

Sýningatímar

  • Fös 19.Sep

  • Leikstjórn: Sylvia Le Fanu
  • Handrit: Sylvia Le Fanu, Mads Lind Knudsen
  • Aðalhlutverk: Maria Rossing, Anders Mossling, Kaya Toft Loholt
  • Lengd: 105 mín
  • Tungumál: Danska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama
  • Framleiðsluár: 2025
  • Upprunaland: Danmörk