Seinasta paradís á jørð

Færeyska kvikmyndin Seinasta paradís á jørð er tilnefnd til kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs 2025. 

Kári kann að meta einfaldleika lífsins í litla bænum sem hann býr í. Þau Silja systir hans syrgja látna móður sína í hljóði. Á meðan Kári finnur huggun í því að vinna í fiskvinnslunni reynir Silja að þrauka skólagönguna og pabbi þeirra fer aftur á sjóinn.

Þegar útlit er fyrir að fiskvinnslu eyjarinnar verði lokað raskar það hinu viðkvæma jafnvægi í tilveru þeirra.

Á meðan vini Kára dreymir um að komast burt af eynni og hefja nýtt líf tekur hann annars konar ákvörðun: að verða um kyrrt og takast á við tilveruna.

Sýnd mánudaginn 22. september kl 21:00! 

English

Kári, a grounded and romantic soul, loves his simple life in a small village on a remote island. When the local fish factory—the town’s only source of income—faces closure, most residents, including his best friend, seek a way out. But Kári chooses to stay, embracing the challenges and cherishing his hometown as The Last Paradise on Earth.

Screened Monday September 22nd at 9PM.  

Sýningatímar

  • Mán 22.Sep

  • Leikstjórn: Sakaris Stórá
  • Handrit: Tommy Oksen, Sakaris Stórá, Mads Stegger
  • Aðalhlutverk: Sámal H. Hansen, Bjørg B. Egholm, Hans Tórgarð, Bjørn M. Mohr, Esther á Fjallinum, Hjálmar Dam
  • Lengd: 87 mín
  • Tungumál: Færeyska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama
  • Framleiðsluár: 2025
  • Upprunaland: Danmörk, Faroe Islands