Bíótekið – Kvikmyndasafn Íslands og Bíó Paradís

Mademoiselle

Sálfræðilegt drama undir sterkum áhrifum evrópskra „arthouse“-mynda og bresku nýbylgjunnar. Myndin blandar raunsæi sveitalífsins við tilraunakenndan og táknrænan frásagnarhátt, þar sem andrúmsloft og tilfinningar skipta ekki síður máli en söguþráðurinn sjálfur.

Í þessari áhrifamiklu kvikmynd eftir Tony Richardson túlkar Jeanne Moreau dularfulla kennslukonu sem felur grimman hugarheim á bak við fágaða ásýnd. Myndin var sýnd í Cannes við vægast sagt misjafnar viðtökur en hefur með tímanum öðlast költ-sess meðal kvikmyndaáhugamanna.

Mademoiselle er sérkennilegt meistaraverk um bælda löngun, eyðileggjandi ástríður og síðast en ekki síst ægivald fordóma.

Sýnd í Bíótekinu sunnudaginn 28. september kl 17:00

English

A sexually repressed school teacher releases her pent up passions in a series of shocking crimes.


Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Frumsýnd: 28. September 2025
  • Leikstjórn: Tony Richardson
  • Handrit: Marguerite Duras, Jean Genet, Derek Prouse
  • Aðalhlutverk: Jeanne Moreau, Umberto Orsini, Ettore Manni, Keith Skinner
  • Lengd: 103 mín
  • Tungumál: Français
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Drama
  • Framleiðsluár: 1966
  • Upprunaland: Frakkland, Bretland