Vengeance Is Mine

Kvikmynd eftir Shôhei Imamura og aðlögun að metsölubók Ryūzō Saki. Hún er sögð tæta í sundur mýtur um sekt og sakleysi.

Iwao Enokizu er miðaldra maður sem finnur hjá sér óútskýranlega þörf til að fremja hræðileg og ofbeldisfull morð. Lögreglan eltir hann um allt en honum tekst sífellt að sleppa á einhvern ótrúlegan hátt.

Á flóttanum kynnist hann konu og þau verða ástfangin. Hversu lengi geta þau verið saman áður en örlögin taka í taumana?

Myndin hlaut verðlaun bæði heima fyrir og á alþjóðlegum vettvangi og hefur haft mikil áhrif á fagurfræðilega nálgun glæpasagna í kvikmyndum. Shôhei Imamura er í dag talinn meðal mikilvægustu höfunda japanskrar kvikmyndasögu.

Sýnd í Bíótekinu sunnudaginn 23. nóvember kl 19:30

English

Chronological exploits of Iwao Enokizu, a murderous thief on the run.

 

Sýningatímar

  • Sun 23.Nóv

Mynd þessi er ekki við hæfi yngri en 16 ára

  • Leikstjórn: Shōhei Imamura, Taku Shinjo
  • Handrit: Masaru Baba, Shunsaku Ikehata, Ryūzō Saki
  • Aðalhlutverk: Ken Ogata, Rentaro Mikuni
  • Lengd: 128 mín
  • Tungumál: Japanska
  • Texti: Enskur
  • Tegund:Crime, Drama
  • Framleiðsluár: 1979
  • Upprunaland: Japan