Nýjar raddir - íslenskar stuttmyndir

Alþjóðleg Barnakvikmyndahátíð í Reykjavík, í samstarfi við IQ Film Festival kynna bjóða upp á stuttmyndaprógramm fyrir unglinga sunnudaginn 2. nóvember í Bíó Paradís.

Sýndar verða fimm nýjar íslenskar stuttmyndir sem allar fjalla á einhvern hátt um sjálfsmynd (e. identity) og hvernig það er að vera unglingur á Íslandi.

Ókeypis inn og frítt popp og gos! Öll velkomin! 

Nauðsynlegt er að bóka miða hérna á síðunni undir KAUPA MIÐA!

 

Sýndar verða:

Heimavist (2024) eftir Guðjón Ragnarsson

Bergdís er send á unglingaheimili í sveit, þar sem hún upplifir sig eina og yfirgefna á ný. En kannski hefur hún loksins fundið stað sem hún getur kallað heimili í þetta skiptið.

 

Geltu (2024) eftir Sigríði Láretta Jónsdóttur


Eftir að hafa fengið hatursfull skilaboð á Snapchat frá öðrum unglingum þarf transstúlkan Blær að horfast í augu við eineltisaðila sína í skólanum og lifa með óttanum sem liggur að baki ofbeldi.

 

Í takt (2025) eftir Hönnu Huldu Hafþórsdóttur


Kara og Jenný hafa verið bestu vinkonur síðan í leikskóla en allt í einu er Jenný farin að hanga með öðrum krökkum í skólanum. Kara ákveður því að reyna að passa inn í hópinn en mistekst eftir niðurlægjandi atvik. Næsta dag er danskeppni sem hefur áhrif á framhaldið.  

 

Kirsuberjatómatar (2024) eftir Rakeli Andrésdóttur


Stuttmynd um sumarið sem foreldrar mínir sendu mig í sveit til þess að týna og flokka kirsuberjatómata. Myndin fjallar um ömurlega reynslu mína og kannar hugsanir mínar um ást, líf og sjálfsmynd á þeim tíma sem unglingur.

 

Sætur (2023) eftir Anna Karin Lárusdóttur


Breki, 11 ára gamall er í ósætti við eldri systur sína, Bergdísi, en það eina sem hann vill er að hún veiti honum viðurkenningu. Dag einn þegar hún er ekki heima læðist Breki inn í skápinn hennar og farðar sig, sem skilur herbergið eftir í algjöru óreiðu. 


  • Frumsýnd: 02. Nóvember 2025
  • Leikstjórn:
  • Handrit:
  • Aðalhlutverk:
  • Lengd: 81 mín
  • Tungumál: íslenska
  • Texti: Enginn undirtexti
  • Tegund:
  • Framleiðsluár: 2025
  • Upprunaland: