Hraðstefnumót í Bíó Paradís

Dreymir þig um að finna ástina? Hefur þig alltaf langað til þess að prófa að fara á hraðstefnumót?

Hraðstefnumótin vinsælu snúa aftur í Bíó Paradís! Hver veit nema ástin liggi í loftinu? 💕

Næstu viðburðir eru:

17. desember  – Hraðstefnumót 45-55 ára

21. janúar – Hraðstefnumót 30-40 ára

11. febrúar – Hraðstefnumót 50-60 ára 

Nauðsynlegt er að skrá sig hér: https://forms.gle/BVVJK9AQyR1Y9qat9

⭐️Svona tekur þú þátt:

1. Þú skráir þig með því að fylla út formið hér að ofan. Athugið að takmarkað pláss er á hraðstefnumótin og því mikilvægt að skrá sig tímanlega.

2. Hraðstenfumótið fer fram í Bíó Paradís Gefnar eru 5 mínútur á hvert borð og að þeim loknum ferð þú á næsta stefnumót og svo koll af kolli.

3. Að viðburðinum loknum lætur þú stjórnendur vita hverja þú hefur áhuga á að hitta aftur og við höfum svo samband í tölvupósti ef að það er match!

Svo getið þið skellt ykkur í bíó saman eða gripið ykkur drykk á barnum og haldið áfram að kynnast hvort öðru!

Viðburðurinn fer fram á íslensku, en öll eru velkomin að taka þátt.

💌 Ertu með spurningar? Sendu okkur póst á stefnumot@bioparadis.is

Fylgstu með á Facebook síðu hraðstefnumótanna í Bíó Paradís hér:

May be an image of text