Private: Kvikmyndaverðlaun Norðurlandaráðs 2017

Hjartasteinn /Heartstone

Sýningatímar

Engar sýningar

  • Tegund: Drama
  • Leikstjóri: Guðmundur Arnar Guðmundsson
  • Handritshöfundur: Guðmundur Arnar Guðmundsson
  • Ár: 2016
  • Lengd: 129 mín
  • Land: Ísland
  • Tungumál: Íslenska með enskum texta
  • Aðalhlutverk: Baldur Einarsson, Blær Hinriksson, Diljá Valsdóttir, Katla Njálsdóttir

Sögusviðið er afskekkt sjávarþorp á Íslandi. Unglingsdrengirnir Þór og Kristján eiga viðburðaríkt sumar, uppgötva nýjar tilfinningar og verða fyrir kynferðislegri vakningu. Annar þeirra reynir að ná ástum stúlku á meðan hinn verður var við nýjar kenndir í garð besta vinar síns. Þegar sumarið er á enda og óblíð náttúran krefst síns, er tímabært að yfirgefa leikvöllinn og mæta fullorðinsárunum.

Fyrstu mynd sína í fullri lengd, Hjartasteinn, skrifaði Guðmundur Arnar á námsbraut Cannes Cinéfondation. Síðan myndin var heimsfrumsýnd í flokkinum Venice Days á Kvikmyndahátíðinni í Feneyjum 2016 hefur hún slegið í gegn á alþjóðavettvangi, verið sýnd á um 50 hátíðum og hlotið yfir 30 verðlaun, svo sem Queer Lion á Venice Days, áheyrendaverðlaun á hátíðunum CPH:PIX, Transilvania, Linz Crossing Europe og Angers Premiers Plans, og níu Edduverðlaun, svo sem fyrir bestu kvikmynd, leikstjórn, handrit og leik í aðalhlutverki.

Næsta verkefni Guðmundar Arnar er myndin Chicken Boy.

English

A remote fishing village in Iceland. Teenage boys Thor and Christian experience a turbulent summer as one tries to win the heart of a girl while the other discovers new feelings toward his best friend. When summer ends and the harsh nature of Iceland takes back its rights, it’s time to leave the playground and face adulthood.

In Icelandic screened with English subtitles.